Skip to main content

MAAS Project

MAAS (að para saman, tengja og viðhalda) verkefni sem þróar nýja aðferðafræði í vinnumiðlun og eykur um leið færni vinnumiðlara í Evrópu

MAAS (að para saman, tengja og viðhalda) verkefni sem þróar nýja aðferðafræði í vinnumiðlun og eykur um leið færni vinnumiðlara í Evrópu

Nýstárlegar aðferðir og tæki til að efla vinnumiðlun og ráðgjöf í atvinnumálum

Eftir Covid stendur Evrópa frammi fyrir áskorunum í stjórnmálum, samfélags- og efnahagsmálum. Þar má m.a. nefna ólöglega innrás Rússa í Úkraínu, fólksflótta, hækkandi framfærslukostnað og atvinnuleysi. Ferðaþjónustan, sem mikilvægur hluti af efnahag Evrópu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum af Covid, sem hefur áhrif á ferðalög um allan heim. Þegar greinin jafnar sig glímir hún við breyttar kröfur viðskiptavina og viðvarandi skort á vinnuafli. Atvinnuráðgjafar og vinnumiðlarar gegna mikilvægu hlutverki við að brúa bilið, en þau standa frammi fyrir nýjum áskorunum, eins og vaxandi þörfum atvinnulífsins, tækniframförum og brýnum vandamálum sem stafa af ástandinu í Úkraínu.

MAAS samstarfið, stofnað undir Erasmus+, sameinar stofnanir úr ferðaþjónustu, opinberri vinnumiðlun og menntageiranum til að takast á við þessar áskoranir. Samstarfið miðar að því að þróa nýja aðferðafræði í vinnumiðlun sem og í ráðgjöf í atvinnumálum. Að auki eru MAAS samstarfsaðilar knúin áfram af sameiginlegum gildum ESB og skuldbindingu um lýðræði, frið, einingu og fjölbreytileika. Þeir leggja áherslu á að styðja Úkraínskt flóttafólk í gegnum þjónustu sína og stefna að því að koma á fót sameiginlegu neti við og fyrir Úkraínu, með áherslu á félagslega og efnahagslega uppbyggingu eftir átök.

Niðurstaða verkefnisins